Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Árborgar vegna breyttrar landnotkunar
10. apríl 2025

Skipulagsstofnun staðfesti, 10. apríl 2024, breytingu á Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 sem samþykkt var í bæjarstjórn 5. mars 2025.
Í breytingartillögunni felast ýmsar breytingar á landnotkun og ákvæðum sem flestar snúa að Selfossi en einnig tvær utan þéttbýlis.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.