Fara beint í efnið
Skipulagsstofnun Forsíða
Skipulagsstofnun Forsíða

Skipulagsstofnun

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna Suðurnesjalínu 1, jarðstrengs og færslu á línu

26. nóvember 2024

sudurnesjalina jardstrengur faersla

Skipulagsstofnun staðfesti 26. nóvember 2024 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 sem samþykkt var í bæjarstjórn 25. október 2023.

Með breytingunni eru leiðrétt ákvæði óverulegrar aðalskipulagsbreytingar vegna Suðurnesjalínu 1, sem tók gildi 12. desember 2023 sem gerði ráð fyrir að Suðurnesjalína 1 verði lögð í jörð á um 2 km kafla frá tengivirki í Hamranesi til vesturs. Breytingin nú gerir auk þess ráð fyrir að samhliða verði núverandi loftlína færð lítillega til að tenging í nýtt strengendamastur sé möguleg. Við gildistöku þessarar breytingar fellur úr gildi óveruleg breyting á aðalskipulagi vegna Suðurnesjalínu 1 sem tók gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda þann 12. desember 2023.

Málsmeðferð var óveruleg breyting á aðalskipulagi samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Skipulagsstofnun

Hafa samband

Sími 595 4100
skipulag@skipulag.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 16
Föstudaga: 9 til 13

Borg­ar­túni 7b

105 Reykjavík
Kennitala: 590269 - 5149

Samfé­lags­miðlar

Facebook
Instagram