Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar vegna iðnaðarsvæðis í landi Syðri Haga
27. febrúar 2025

Skipulagsstofnun staðfesti 27. febrúar 2025 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 sem samþykkt var í sveitarstjórn 18. júlí 2024..
Í breytingunni felst að bætt er við nýju iðnaðarsvæði 833-I í landi Syðri-Haga fyrir borholu og tilheyrandi mannvirki fyrir jarðhitanýtingu, ásamt legu aðveitulagnar hitaveitu frá Syðri Vík, að sveitarfélagamörkum við Hörgársveit. Gert er ráð fyrir þjónustuvegi frá Ólafsfjarðarvegi að svæðinu.
Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.