Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Árborgar vegna landnotkunar á Selfossi og stefnu um náttúruvá
26. febrúar 2025
Skipulagsstofnun staðfesti, 5. febrúar 2025, breytingu á Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 sem samþykkt var í bæjarstjórn 15. janúar 2025.
Í breytingunni felst að flugvallarsvæði á Selfossi (FV1 og HF1) minnkar úr 41 ha í 34,1 ha og vesturbraut styttist. Jafnframt minnkar opið svæði (OP1) norðan flugvallar úr 111,8 ha í 105,9 ha og við það stækkar aðliggjandi landbúnaðarsvæði (L2). Þá stækkar miðsvæði (M4) á Selfossi um 0,3 ha og minnkar samfélagsþjónusta (S3) sem því nemur. Heimila á bílakjallara innan flóðasvæða á Selfossi og í dreifbýli. Þéttbýlismörk Selfoss eru aðlöguð að breyttri afmörkun flugvallar og opins svæðis.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.