Fara beint í efnið
Skipulagsstofnun Forsíða
Skipulagsstofnun Forsíða

Skipulagsstofnun

Umhverfismatsdagurinn 2024 - Glærukynningar, upptökur og myndir

27. júní 2024

Umhverfismatsdagurinn 2024 - Glærukynningar, upptökur og myndir

Umhverfismatsdagurinn, árleg ráðstefna Skipulagsstofnunar um umhverfismat, var haldinn þann 11. júní síðastliðinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Ráðstefnan var vel sótt, það var húsfyllir en auk þess fylgdist fjöldi fólks með í beinu streymi. Að þessu sinni var sjónum beint að eftirfylgni umhverfismats við framkvæmdir og starfsemi og var yfirskriftin: „Er umhverfismat endastöð eða upphaf?“

Á ráðstefnunni var fjallað um eftirfylgni frá mismunandi hliðum. Jos Arts, prófessor í umhverfismati hjá Groningen-háskóla, sagði frá nýlegum leiðbeiningum um eftirfylgni en auk þess um gildi og mikilvægi þess að stunda skilvirka eftirfylgni með framkvæmdum. Reynir Georgsson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, fjallaði um „Veg af himnum ofan,“ eða öllu heldur nýlegan veg um Teigskóg. Erindi Reynis var áhugavert og þá sérstaklega fyrir þær sakir að þar fengu gestir innsýn í nýlega framkvæmd, hvernig unnið var með mótvægisaðgerðir og hvernig Vegagerðin hyggst stunda eftirfylgni með framkvæmdinni. Jóna Bjarnadóttir frá Landsvirkjun tók næst til máls en bæði Jóna og Landsvirkjun hafa safnað mikilli reynslu þegar kemur að mótvægisaðgerðum vegna framkvæmda og sömuleiðis um eftirfylgni. Að lokum tók til máls Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ, og ræddi um samlegðaráhrif og vöktun vegna vatnstöku fyrir landeldi, sem hefur verið talsvert í umræðunni undanfarin misseri.

Erindin mæltust vel fyrir en að lokum var frummælendum boðið til pallborðsumræðna þar sem spruttu skemmtilegar og gagnlegar umræður en spurningar fundargesta voru í senn áhugaverðar og krefjandi. Fundarstjóri var Stefán Gunnar Thors.

Hér má nálgast glærur og upptökur frá Umhverfismatsdeginum:

Opnunarávarp, Ólafur Árnason, forstjóri Skipulagsstofnunar Upptaka

EA Follow-up – The end of the Beginning. Jos Arts, prófessor í umhverfis- og innviðaskipulagi í háskólanum í Groningen Upptaka Glærur

Teigsskógur – Vegur af himnum ofan. G. Reynir Georgsson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni Upptaka Glærur

Tökum af stað á traustum grunni. Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélag og umhverfi, Landsvirkjun Upptaka Glærur

Grunnvatnið og nýting þess í landeldi. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands Upptaka Glærur

Skipulagsstofnun

Hafa samband

Sími 595 4100
skipulag@skipulag.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 16
Föstudaga: 9 til 13

Borg­ar­túni 7b

105 Reykjavík
Kennitala: 590269 - 5149

Samfé­lags­miðlar

Facebook
Instagram