Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss vegna jarðstrengja vestan Þorlákshafnar
16. maí 2024
Skipulagsstofnun staðfesti 16. maí 2024 breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036 sem samþykkt var í bæjarstjórn 4. apríl 2024.
Í breytingunni felast áform um lagningu þriggja 66 kV jarðstrengja frá tengivirki norðan Þorlákshafnar að iðnaðarlóðum vestan bæjarins. Strengirnir eru annars vegar um 2 km og hins vegar um 4 km á lengd.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.