Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra vegna frístundabyggðar í landi Mosa
12. júní 2024
Skipulagsstofnun staðfesti, 12. júní 2024, breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 sem samþykkt var í sveitarstjórn 13. mars 2024.
Í breytingunni felst skilgreining nýrrar 16 ha frístundabyggðar F82 fyrir allt að 16 lóðir. Landbúnaðarsvæði minnkar sem því nemur. Unnið er að gerð deiliskipulags.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.