Fara beint í efnið
Skipulagsstofnun Forsíða
Skipulagsstofnun Forsíða

Skipulagsstofnun

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps vegna verslunar- og þjónustusvæðis við Brúarhlöð

22. ágúst 2024

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps vegna verslunar- og þjónustusvæðis við Brúarhlöð

Skipulagsstofnun staðfesti 22. ágúst 2024 breytingu á Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 sem samþykkt var í sveitarstjórn 18. apríl 2024.

Í breytingunni felst að skilgreint er 4 ha verslunar- og þjónustusvæði (VÞ7) við Brúarhlöð með heildarbyggingarmagn allt að 500 m2 og minnkar landbúnaðarsvæði sem því nemur. Bílastæði er stækkað og gönguleiðum fjölgað um svæðið. Einnig verður skilgreint nýtt vatnsból (VB33) og vatnsverndarsvæði.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Skipulagsstofnun

Hafa samband

Sími 595 4100
skipulag@skipulag.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 16
Föstudaga: 9 til 13

Borg­ar­túni 7b

105 Reykjavík
Kennitala: 590269 - 5149

Samfé­lags­miðlar

Facebook
Instagram