Fara beint í efnið
Skipulagsstofnun Forsíða
Skipulagsstofnun Forsíða

Skipulagsstofnun

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps vegna mislægra gatnamóta og undirganga við Suðurlandsveg

12. október 2023

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps vegna mislægra gatnamóta og undirganga við Suðurlandsveg

Skipulagsstofnun staðfesti 12. október 2023 breytingu á Aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029 sem samþykkt var í sveitarstjórn 26. júní 2023.

Í breytingunni felst stefnumörkun um mislæg gatnamót við Suðurlandsveg og Laugardælaveg, þrjú undirgöng undir Suðurlandsveg og Gaulverjabæjarveg eru felld út og ný undirgöng staðsett við mislæg gatnamót. Landnotkun er aðlöguð til samræmis, verslunar- og þjónustusvæði VÞ1 og VÞ3 stækka um 2 ha, VÞ2 minnkar um 2 ha, og legu skógræktar- og landgræðslusvæðis SL1 er breytt.

Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar og í Skipulagsgátt þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Skipulagsstofnun

Hafa samband

Sími 595 4100
skipulag@skipulag.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 16
Föstudaga: 9 til 13

Borg­ar­túni 7b

105 Reykjavík
Kennitala: 590269 - 5149

Samfé­lags­miðlar

Facebook
Instagram