Fara beint í efnið
Skipulagsstofnun Forsíða
Skipulagsstofnun Forsíða

Skipulagsstofnun

Magnús Jóhannesson nýr formaður svæðisráða

26. janúar 2022

Sigurður Ingi Jóhannesson hefur nú skipað Magnús Jóhannesson formann svæðisráða um gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum og Vestfjörðum.

dreamstime nigel-nudds-mjoifjordur

Með forsetaúrskurði í nóvember síðastliðnum um skiptingu stjórnarráðsins færðust skipulagsmál, þ.m.t. málefni haf- og strandsvæðisskipulags, frá umhverfis- og auðlindaráðherra til innviðaráðherra. Með þessu færist skipun formanns svæðisráða frá umhverfisráðherra yfir til innviðaráðherra. Sigurður Ingi Jóhannesson hefur nú skipað Magnús Jóhannesson formann svæðisráða um gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum og Vestfjörðum. Magnús lét nýverið af störfum sem framkvæmdastjóri Norðurskautsráðsins en hann var áður ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins. Magnús tekur við formennsku í svæðisráðum af Stefáni Gíslasyni. Magnús er boðinn velkomin til starfa í svæðisráðum um leið og Stefáni eru þökkuð vel unnin störf.

Svæðisráð á Austfjörðum og Vestfjörðum vinna nú að mótun tillögu að strandsvæðisskipulagi á svæðunum og má gera ráð fyrir að tillögur verði kynntar á næstunni.

Skipulagsstofnun

Hafa samband

Sími 595 4100
skipulag@skipulag.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 16
Föstudaga: 9 til 13

Borg­ar­túni 7b

105 Reykjavík
Kennitala: 590269 - 5149

Samfé­lags­miðlar

Facebook
Instagram