Fara beint í efnið
Skipulagsstofnun Forsíða
Skipulagsstofnun Forsíða

Skipulagsstofnun

Viðauki við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 – breytt tillaga til kynningar

18. nóvember 2020

Viðauki við
Landsskipulagsstefnu 2015-2026 – breytt tillaga til kynningar

Skipulagsstofnun lagði 13. nóvember sl. fram til kynningar tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt umhverfismati.

Vakin er athygli á því að nýtt skjal hefur verið sett á vefinn með breyttri tillögu. Breytingin felst í því að efni kafla 6.3 Nýting vindorku í sátt við umhverfi og samfélag hefur að svo stöddu verið fellt brott, ásamt samsvarandi umfjöllun í umhverfismati. Það er gert vegna áforma um breytingar á lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun) sem eru í vinnslu í umhverfis- og auðlindaráðuneyti, sem haft geta áhrif á efni og útfærslu þessa kafla.

Skjalið með breyttri tillögu má nálgast hér. Tillagan er jafnframt aðgengileg á vef landsskipulagsstefnu, www.landsskipulag.is, og á vef Skipulagsstofnunar, www.skipulag.is.

Kynningarfundur um tillöguna verður haldinn á vefnum á morgun, fimmtudaginn 19 . nóvember kl. 14-16. Fundinum verður streymt á Facebook-síðu Skipulagsstofnunar og er ekki þörf á að skrá sig til að fylgjast með streyminu.

Allir sem þess óska geta gert athugasemdir við tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 og umhverfismat hennar. Frestur til að koma skriflegum athugasemdum á framfæri við Skipulagsstofnun er til og með 8 . janúar 2021.

Athugasemdum skal skilað bréflega til Skipulagsstofnunar, með tölvupósti á netfangið landsskipulag@skipulag.is eða um athugasemdagátt á vef landsskipulagsstefnu, www.landsskipulag.is.

Skipulagsstofnun

Hafa samband

Sími 595 4100
skipulag@skipulag.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 16
Föstudaga: 9 til 13

Borg­ar­túni 7b

105 Reykjavík
Kennitala: 590269 - 5149

Samfé­lags­miðlar

Facebook
Instagram