Þessi frétt er meira en árs gömul
Dagskrá málstofu um miðhálendi Íslands 29. mars
26. mars 2012


Skipulagsstofnun heldur málstofu um miðhálendi Íslands fimmtudaginn 29. mars 2012 kl. 13.00 til 16.00 á Hilton Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík.
Skipulagsstofnun heldur málstofu um miðhálendi Íslands fimmtudaginn 29. mars 2012 kl. 13.00 til 16.00 á Hilton Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík. Málstofan er hluti af vinnu við mótun landsskipulagsstefnu.
Dagskrá:
13.00-13.10 Setning málstofu. Stefán Thors, Skipulagsstofnun.
13.10-13.45 Ferðamennska á miðhálendi Íslands: Hvert ber að stefna? Anna Dóra Sæþórsdóttir, Háskóla Íslands.
13.45-14.00 Áætlanir ríkisins á landsvísu. Hvað eru þær að segja um miðhálendið? Árni Geirsson, Alta.
14.00-14.15 Aðalskipulagsáætlanir sveitarfélaganna á miðhálendi Íslands. Guðrún Halla Gunnarsdóttir, Skipulagsstofnun.
14.15-14.30 Sviðsmyndir fyrir stefnu um miðhálendið. Einar Jónsson, Skipulagsstofnun.
14.30-14.45 Kaffihlé.
14.45-16.00 Umræður um og rýni á sviðsmyndum fyrir stefnu um miðhálendið. Sebastian Peters, VSÓ Ráðgjöf.
Málstofan er öllum opin en tilkynna þarf þátttöku á netfangið landsskipulag@skipulagsstofnun.is í síðasta lagi 28. mars.