Algengar spurningar um stafrænt skipulag
Stafrænt deiliskipulag mun gefa miðlægan og opinn aðgang að þeim afmörkunum sem mestu máli skipta í deiliskipulagi, lóðum, byggingarreitum, kvöðum og samgöngum. Gögnin verður auðvelt að sækja, til að mynda þegar kemur að mannvirkjahönnun og frekari útfærslu skipulagsins.
Nei, enn má notast við teiknikerfi við deiliskipulagsgerð. Þau henta mjög vel til þess að útbúa deiliskipulagsuppdrætti og á þeim er fleira teiknað en þær afmarkanir sem á að skila til Skipulagsstofnunar. Það er auðvelt og fljótlegt að útbúa skilagögnin (þ.e. landupplýsingar um stafrænt deiliskipulag) eftir að deiliskipulagið hefur verið unnið í teiknikerfi.
Já, ef þú vilt útbúa gögn vegna stafræns deiliskipulags sjálf/ur þarftu að læra á landupplýsingakerfi, en þá einungis fá og afmörkuð handtök sem fljótlegt er að ná valdi á. Hér má nálgast nánari leiðbeiningar og dæmi um verklag. Hin leiðin er að finna einhvern kollega sem kann til verka og er tilbúin/n til að útbúa gögnin fyrir þig þegar deiliskipulagið er að öðru leyti tilbúið.
Kostnaður er breytilegur og ýmsir valkostir í boði. Flestir nota annað hvort ArcGIS eða QGIS. Greiða þarf fyrir ArcGIS notendaleyfi en QGIS er opinn og ókeypis hugbúnaður. Sjá nánar um notkun á QGIS.
Nei, að útbúa gögn fyrir stafrænt deiliskipulag þarfnast ekki mikillar fyrirhafnar. Útbúa þarf einn fláka fyrir hverja lóð, byggingareit, kvöð og samgönguafmörkun og fylla inn upplýsingar í samræmi við gagnalýsingu og leiðbeiningar.
Ýmsar leiðir eru til að búa til flákana, til dæmis að taka teikninguna inn í landupplýsingaforrit, velja að bendillinn „hrökkvi“ á það sem skiptir máli, til dæmis teiknaðar lóðir og byggingarreiti, og teikna síðan hvern fláka með nokkrum handtökum inn í tilbúið sniðmát. Þegar fólk er komið upp á lagið er yfirleitt fljótgert að teikna fláka og skrá við hann þær upplýsingar sem beðið er um. Einnig er hægt að afrita marga fláka í einu úr teikningunni yfir í sniðmátið og fylla út eigindatöflu í lokin. Þetta er því mjög lítil viðbótarfyrirhöfn, nema kannski í fyrsta sinn.
Já, almennt ætti það að vera hægt. Hins vegar gæti verið þörf fyrir annan hugbúnað til að gera skýringarmyndir, til dæmis snið, skuggavarp og þess háttar.
Já munurinn er töluverður. Í heimi landupplýsinga er aðaláherslan á að til verði ítarleg gögn um hvert fyrirbæri (til dæmis lóð), þá bæði um lögun þess og allt annað sem þarf að vita um það. Gögn um öll fyrirbæri af sama tagi eru sett í sérstaka gagnaskrá sem getur nýst mörgum notendum. Teiknigögn miðast hins vegar við að fram komi greinargóð teikning eða uppdráttur en þar er allt í sömu skránni, hvort sem um ræðir afmarkanir af ólíku tagi, útlit, teikningaramma og þess háttar.
Ýmis orð í gagnalýsingu fyrir stafrænt deiliskipulag geta komið spánskt fyrir sjónir, til dæmis „fitjur“ og „eigindir“. Þetta eru einfaldlega íðorð úr landupplýsingaheiminum sem eru töm þeim sem þar starfa. Þessi hugtök koma einfaldlega ekki við sögu þegar unnið er í teiknikerfum vegna þess að þar er skráning upplýsinga um fyrirbærin ekki eins ítarleg og markviss. Orðin og merking þeirra lærist þó fljótt.
Tekið er á móti fyrirspurnum á skipulag@skipulag.is. Mögulega verður þeim ásamt svörum, bætt við á þessa síðu.