Samningar við læknastofur
15. janúar 2022
Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Orkuhúsið um að útvega lækna og hjúkrunarfræðinga til að starfa á Landspítala og styðja þannig við þjónustu spítalans á krefjandi tímum. Verkefnið hefst næsta mánudag, 17da janúar.
Þessi liðstyrkur frá Orkuhúsinu kemur til viðbótar við starfsfólk frá Klíníkinni í Ármúla sem þegar er að störfum á Landspítala samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar. Unnið er að frekari útvíkkun verkefnisins í samstarfi við fleiri læknastöðvar á höfuðborgarsvæðinu.
Sjúkratryggingar þakka viðsemjendum sínum frábært samstarf.