Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjúkratryggingar Forsíða
Sjúkratryggingar Forsíða

Sjúkratryggingar

Ný reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna

26. febrúar 2025

Þann 3. desember sl. tók gildi reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna

Biðstofa - Sjúkratryggingar

Reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna sem ekki hefur verið samið um (reglugerð nr. 1440/2024) og þann 15. janúar tók gildi gjaldskrá fyrir eftirtalin verk:

  • Beinþéttnimæling fyrir einstaklinga í áhættuhópum

  • OCT sneiðmyndataka hjá augnlækni

  • Greinargerð/læknabréf taugalæknis á erlendu máli vegna læknismeðferðar erlendis, að beiðni Sjúkratrygginga

  • Þverfaglegur fundur um sjúkling, að beiðni sjúklings eða aðstandenda

  • Bólusetning. Skilyrði er að sjúklingi hafi verið bent á gjaldfrjálsa (ódýrari) bólusetningu á
    heilsugæslu

Í 3. gr. reglugerðar kemur fram að kostnaðarhluti sjúkratryggðs skuli vera 90% af heildarverði samkvæmt gjaldskrá en Sjúkratryggingar greiða 10% af heildarverði. Ef um er að ræða börn, aldraða eða öryrkja greiðir sjúkratryggður 85% af heildarverði samkvæmt gjaldskrá en Sjúkratryggingar greiða þá 15% af heildarverði.

Kostnaðarhluti sjúkratryggðs fyrir þau verk sem tilgreind eru í gjaldskrá sjúkratrygginga mynda ekki afsláttarstofn skv. gildandi reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu.

Sjá nánar hér: