Aukagjöld falla niður
31. maí 2024
Sjúkratryggingar benda á að í framhaldi af samningi milli Sjúkratrygginga og Félags sjúkraþjálfara, sem undirritaður var í síðustu viku, þá falla nú niður þau aukagjöld sem sjúkraþjálfarar hafa tekið vegna þjónustu sinnar.
Sjúkraþjálfarar hafa innheimt aukagjald við hverja komu sem hefur gjarnan numið á bilinu 1.500 - 3.000 kr.
Tekið skal fram að Sjúkratryggingar hafa ekki heimild til að endurgreiða aukagjöld sem sjúkratryggðir greiddu fyrir 1. júní 2024.