Fara beint í efnið
Sjúkratryggingar Forsíða
Sjúkratryggingar Forsíða

Sjúkratryggingar

Opið er fyrir umsóknir í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason

16. maí 2024

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Táknmál - Sjúkratryggingar

Minningarsjóður um Bergþóru og Jakob er rekinn er undir hatti embættis landlæknis og starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, samanber lög um sama efni. Tilgangur sjóðsins er að styrkja gæðastarf og vísindastarf í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Með gæðum í heilbrigðisþjónustu er átt við að heilbrigðisþjónusta sé örugg, rétt tímasett, skilvirk, byggð á jafnræði, notendamiðuð og árangursrík.

Styrki úr sjóðnum má veita til vel skilgreindra gæða- og umbótaverkefna eða til vísindarannsókna sem fengið hafa leyfi Vísindasiðanefndar. Við styrkveitingar til gæðaverkefna eru verkefni sem efla öryggi sjúklinga í forgangi og við styrkveitingar til vísindarannsókna skulu rannsóknir á krabbameinssjúkdómum vera í forgangi.

Verkefni skulu vera með skýr markmið og skal gerð grein fyrir áætluðum árangri og með hvaða hætti árangur verði metinn. Skila skal framvinduskýrslu að verkefni loknu. Ekki eru veittir styrkir til reksturs stofnana eða félagasamtaka, ráðstefnuhalds eða verkefna sem eru rekin í hagnaðarskyni umsækjanda. Styrkir eru ekki veittir einstaklingum nema á vegum stofnana, starfsstöðva eða samtaka.

Að þessu sinni verður úthlutun allt að 15 milljónum króna og er hægt að sækja um styrki á bilinu ein til þrjár milljónir króna. Í stjórn sjóðsins sitja landlæknir, forseti læknadeildar Háskóla Íslands og forstjóri Sjúkratrygginga. Stjórn tekur ákvörðun um styrkveitingar að undangengnu faglegu mati umsagnaraðila.

Umsóknarfrestur er til og með 1. ágúst næst komandi. og er stefnt að úthlutun í september. Sótt er um á vefsvæði sjóðsins. Einungis tekið á móti rafrænum umsóknum.