Styrkir vegna tannréttinga
1. september 2023
Með breytingu á reglugerð um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar, hafa styrkir til almennra tannréttinga hækkað umtalsvert.
Hækkunin tók gildi 1. september og nær til þeirra sem ekki hafa þegar fengið styrk.
Styrkir til tannréttinga eru tvískiptir. Styrkur til meðferðar í efri og neðri góm hækkar úr 150.000 kr. í 430.000 kr. og styrkur vegna tannréttinga sem krefjast einungis meðferðar í öðrum gómi hækkar úr 100.000 kr. í 290.000 kr.
Styrkurinn er veittur ef meðferð fer fram hjá tannréttingasérfræðingi sem starfar samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar.