Fara beint í efnið
Sjúkratryggingar Forsíða
Sjúkratryggingar Forsíða

Sjúkratryggingar

Innskráning með Íslykli verður senn aflögð

28. ágúst 2023

Frá og með 1. október 2023 verður lokað á eldri innskráningarleið, sem styður við styrktan Íslykil, í gáttum Sjúkratrygginga. Breyting var fyrst kynnt í febrúar 2023.

Ipad amma - Sjúkratryggingar

Framvegis verður einungis hægt að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Er þetta liður í að taka upp nýtt innskráningarkerfi á Ísland.is „Innskráning fyrir alla“ og styðja að fullu við „Umboðskerfi“ á Ísland.is. Hægt er að skrá inn með rafrænum skilríkjum í Auðkennisappi, í farsíma og á korti.

Með þessu er öryggi upplýsinga einstaklinga betur tryggt. Notkun á Íslykli hefur minnkað til muna og er í dag undir um 0,6% innskráninga í Réttindagátt og 1,2% í Gagnagátt.

Núna geta einstaklingar virkjað rafrænu skilríkin hvar sem er í heiminum í Auðkennisappinu. Það er auðveld, þægileg og örugg leið til að auðkenna sig með og framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Appið er gjaldfrjálst og hægt að nota hvar sem er í heiminum, óháð símafélögum bæði á íslenskum og erlendum farsímanúmerum.

Frekari upplýsingar má nálgast hér: