Fara beint í efnið
Sjúkratryggingar Forsíða
Sjúkratryggingar Forsíða

Sjúkratryggingar

Liðskiptiaðgerðir

24. júlí 2023

Í lok mars síðast liðinn gerðu Sjúkratryggingar samninga um liðskiptiaðgerðir við Handlæknastöðina (Cosan) og Klíníkina.

Biðstofa - Sjúkratryggingar

Samningarnir gilda út þetta ár og taka til þeirra sem beðið hafa eftir liðskiptiaðgerðum á hné eða mjöðm í níu mánuði eða lengur. Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga er tryggð í samræmi við reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu.

Til að upplýsa um samningana ákváðu Sjúkratryggingar og Embætti Landlæknis að nýta Heilsuveru en sendur hefur verið póstur/skilaboð á tæplega 900 manns. Í Heilsuveru gefst viðkomandi kostur á að svara spurningum um hvort hann vilja nýta sér úrræðið og þá hvar. Læknastofurnar eru síðan upplýstar um þau sem hafa valið að leita til þeirra. Fólk getur enn skráð sig inn á Heilsuveru með rafrænum skilríkjum og valið „Spurningalistar“ í felliglugga.

Einungis 247 manns hafa svarað könnuninni í Heilsuveru. Af þeim sem hafa svarað þáðu 83 boð um aðgerð hjá samningsaðilum, 66 manns völdu að vera áfram á þeim biðlista stofnunar sem þeir voru þegar á, 76 manns höfðu þegar farið í aðgerð og 22 áttu bókaðan tíma í liðskiptiaðgerð hjá öðrum hvorum samningsaðilanum, sjá nánar á mynd hér að neðan.

Liðskiptiaðgerðir

Þau sem eru á biðlista eftir liðskiptiaðgerð og uppfylla skilyrði samningsins eru hvött til að panta sér tíma sem fyrst hjá framangreindum fyrirtækjum eða svara spurningunum á Heilsuveru.