Hækkun á endurgreiðslu Sjúkratrygginga fyrir þjónustu sérgreinalækna. Aukagjöld falla niður.
30. júní 2023
Sjúkratryggingar og Læknafélag Reykjavíkur hafa gert samning um þjónustu sérgreinalækna og tekur hann gildi 1. september 2023.
Sjúkratryggingar taka nú þátt í kostnaði við sérgreinalæknisþjónustu samkvæmt sérstakri gjaldskrá og verður það fyrirkomulag óbreytt fram að gildistöku samningsins. Þann 1. júlí nk. hækka þó fjárhæðir í gjaldskránni og munu sérgreinalæknar þá hætta að taka aukagjöld af sjúklingum vegna þeirra verka sem gjaldskráin tekur til.
Áréttað er að Sjúkratryggingum er ekki heimilt að endurgreiða aukakostnað sem sjúklingar hafa nú þegar þurft að greiða vegna samningsleysis.