Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjúkratryggingar Forsíða
Sjúkratryggingar Forsíða

Sjúkratryggingar

Þessi frétt er meira en árs gömul

Útboð sjúkraflugs

30. maí 2023

Sjúkratryggingar Íslands vinna nú að útboði vegna sjúkraflugs innanlands og hefur auglýsing þar um verið birt á útboðsvef á EES svæðinu.

Sjúkratryggingar lógó

Gert er ráð fyrir útvíkkun á starfseminni frá því sem verið hefur undanfarin ár og mun þjónusta sjúkraflugs nú ná til landsins alls, í stað norðursvæðis og Vestmannaeyja á undanförnum árum.

Umfang sjúkraflugs innanlands fer sífellt vaxandi og á síðastliðnum áratug hefur fjöldi verkefna nánast tvöfaldast. Árið 2012 nam fjöldi verkefna 452 en á síðasta ári var hann 888. Þá hefur sjúkraflutningum með þyrlum Landhelgisgæslunnar fjölgað á sama tímabili auk þess sem þær sinna fjölmörgum á vettvangi vegna slysa ýmiskonar.

Nýr samningur um sjúkraflug mun taka gildi um næstu áramót og gildir hann til þriggja ára með heimild til framlengingar í allt að fimm árum.