Fara beint í efnið
Sjúkratryggingar Forsíða
Sjúkratryggingar Forsíða

Sjúkratryggingar

Tilkynning um val tilboða í liðskiptaaðgerðir

15. mars 2023

Þann 9. mars tilkynntu Sjúkratryggingar bjóðendum um val tilboða í liðskiptaaðgerðir sem auglýstar voru 17. febrúar.

Heldriborgari - Sjúkratryggingar

Tilboð frá Cosan slf. og Klíníkinni ehf. voru valin, enda tilboðin metin hagstæðust fyrir kaupanda samkvæmt valforsendum auglýsingar. Að lokinni tilkynningu um val á tilboði tekur við 10 daga biðtími og verður endanleg niðurstaða um töku tilboðs kynnt að þeim tíma lokum. 

Í auglýsingunni segir um valforsendur tilboða:

Við val tilboða skal gengið út frá hagkvæmasta boði. Tilboð í hvorum flokki fyrir sig verða metin út frá verði í hvora tegund aðgerðar.

Berist eitt gilt tilboð undir kostnaðaráætlun verður samið við viðkomandi bjóðanda um allar aðgerðirnar svo framalega sem hann geti framkvæmt þær. Berist fleiri gild tilboð undir kostnaðaráætlun verður aðgerðum skipt á milli þeirra bjóðenda sem lægst bjóða, í fyrir fram ákveðnu hlutfalli sem ræðst af mismun á milli tilboða, sbr. skiptingu í töflu 1 í auglýsingunni.

Heimilt var að bjóða í hvorn flokk fyrir sig. Skipting er eins og fram kemur í töflu hér fyrir neðan.

Bjóðandi

Fjöldi liðskipta-aðgerða á mjöðm

Fjöldi liðskipta-aðgerða á hné

Cosan slf.

100

300

Klíníkin ehf.

100

200

Tilboði Klíníkurinnar ehf. var tekið í þann fjölda aðgerða sem fyrirtækið sem átti lægst tilboð bauð ekki í. Því reyndi ekki á skiptingu aðgerða samkvæmt töflu 1 í auglýsingunni.