Fara beint í efnið
Sjúkratryggingar Forsíða
Sjúkratryggingar Forsíða

Sjúkratryggingar

Nýr forstjóri Sjúkratrygginga

22. febrúar 2023

Sigurður H. Helgason hefur tekið við starfi forstjóra Sjúkratrygginga frá og með 1. febrúar.

Sigurður Helgi forstjóri Sjúkratrygginga

Sigurður er með meistaragráðu í stjórnsýslu frá Roskilde Universitet, með sérhæfingu í heilsuhagfræði og stjórnun heilbrigðisþjónustu. Hann hefur stýrt skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2013 og jafnframt verið staðgengill ráðuneytisstjóra. Áður hefur hann gegnt embætti aðstoðarframkvæmdarstjóra Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn þar sem hann var yfirmaður fjármála og stjórnsýslu, starfi sérfræðings í umbótum í opinberum rekstri hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) í París og starfi sérfræðings í fjármálaráðuneytinu. Þá stýrði hann um árabil ráðgjafarfyrirtækinu Stjórnháttum.

Hann hefur í tengslum við störf sín unnið að fjölþættum verkefnum á sviði heilbrigðismála. Meðal annars tók hann virkan þátt í undirbúningi breytinga sem leiddu til laga um sjúkratryggingar og stofnunar Sjúkratrygginga árið 2008. Þá situr hann í stjórn Nýs Landspítala ohf. sem annast uppbyggingu á nýjum innviðum Landspítala. Nánar má lesa um um Sigurð og skipun hans í embætti forstjóra má lesa á heimasíðu Stjórnarráðsins: Stjórnarráðið | Sigurður H. Helgason er nýr forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (stjornarradid.is)