Liðskiptaaðgerðir
17. febrúar 2023
Sjúkratryggingar óska eftir tilboðum frá heilbrigðisfyrirtækjum á einkamarkaði sem framkvæma liðskiptaaðgerðir á mjöðmum og hnjám á skurðstofum sem uppfylla skilyrði Embættis landlæknis til slíkra aðgerða.
Sjúkratryggingar áætla heildarfjöldi aðgerða á árinu 2023 geti orðið allt að 700, þar af er gert er ráð fyrir um 200 aðgerðum vegna liðskipta á mjöðm. Mögulegt verður að bæta við aðgerðum séu tilboð innan kostnaðaráætlunar Sjúkratrygginga og fjárheimildir leyfa.
Sjá nánar: