Fara beint í efnið
Sjúkratryggingar Forsíða
Sjúkratryggingar Forsíða

Sjúkratryggingar

Tímabundin breyting á reglugerð nr. 429/2019 um dvöl á sjúkrahóteli

24. ágúst 2022

Sjúkratryggingar munu niðurgreiða gistiþjónustu þeirra sem þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu á stöðum þar sem ekki er rekið sérstakt sjúkrahótel.

Sjúkratryggingar lógó

Þessi breyting er samkvæmt bráðabirgðaákvæði í reglugerð heilbrigðisráðuneytisins um dvöl á sjúkrahóteli sem gildir út september 2022. Breytingin er gerð til að tryggja aðgengi að niðurgreiddri gistingu í þeim tilvikum þar sem sjúkrahótel er ekki til staðar.

Samkvæmt reglugerðinni er Sjúkratryggingum heimilt að greiða styrk vegna útlagðs gistikostnaðar til einstaklinga sem þurfa heilsu sinnar vegna að dvelja fjarri heimili sínu vegna rannsókna og meðferða sem veitt er á sjúkrahúsi þar sem ekki er starfrækt sjúkrahótel. Heimildin gildir til 30. september 2022 og tekur til gistingar á hóteli, orlofsíbúð, gistiheimili eða heimagistingu hjá þeim sem til þess hafa leyfi Skilyrði er að ekki sé laust gistirými hjá þeim aðilum sem eru með samning við SÍ eða sú gisting sem í boði er hjá samningsaðilum henti ekki vegna heilsufars viðkomandi aðila. Greiddur er styrkur sem nemur 90% af raunkostnaði skv. reikningi, þó að hámarki kr. 25.000 fyrir hvern sólarhring.

Nauðsynlegt er að fá fyrirfram samþykki frá Sjúkratryggingum fyrir styrknum. Með umsókn þarf að senda staðfestingu frá sjúkrahúsi um veitta meðferð og nauðsynlegan dvalartíma í gistingu. Jafnframt þarf að senda staðfestingu frá samningsbundnum aðilum um gistiþjónustu að ekki sé í boði gisting hjá þeim á nauðsynlegum dvalartíma. https://island.is/gistinattathjonusta-sjukrahotel

Sjá nánar auglýsta breytingu á reglugerðum dvöl á sjúkrahóteli á síðu stjórnartíðinda:

https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=838637fc-acbd-4036-a74a-574d3d02c347