Vellíðan á vinnustað
8. maí 2024
Starfsfólk Samskiptamiðstöðvar á fundi um vellíðan á vinnustaðnum.
Samskiptamiðstöð er heilsueflandi vinnustaður og fylgir viðmiðum Embættis Landlæknis í þeim efnum ( sjá hér: https://vinnustadir.heilsueflandi.is/).
Í síðustu viku var vellíðunarvika á Samskiptamiðstöð þar sem hugað var sérstaklega að heilsu starfsmanna með ýmsu móti undir stjórn hóps um heilsueflingu á stofnuninni. Um miðja vikuna boðaði forstöðumaður starfsfólk Samskiptamiðstöðvar til fundar þar sem fjallað var um vellíðan á vinnustaðnum frá ólíkum sjónarhornum. Á fundinum fór fram vinnustofa í faglegum samskiptum á vinnustaðnum og skyndihjálparnámskeið ásamt fræðslu um leiðir til bættrar andlegrar og líkamlegrar heilsu. Vellíðan starfsmanna og ánægja á vinnustaðnum skilar sér í bættri þjónustu til viðskiptavina stofnunarinnar.