Málþing táknmálskennara í Portúgal
16. júní 2023
Málþing ENSLT (European Network of Sign Language Teachers) í samvinnu við AFOMOS, samtök táknmálskennara í Portúgal, var haldið í Porto í maí. Átta táknmálskennarar frá Íslandi, Portúgal, Ítalíu og Þýskalandi sóttu málþingið. Þar á meðal voru þrír kennarar frá SHH, þau Júlía G. Hreinsdóttir, Uldis Ozols og Viktorija Dovydaité.
Málþing ENSLT (European Network of Sign Language Teachers) í samvinnu við AFOMOS, samtök táknmálskennara í Portúgal, var haldið í Porto í maí. Átta táknmálskennarar frá Íslandi, Portúgal, Ítalíu og Þýskalandi sóttu málþingið. Þar á meðal voru þrír kennarar frá SHH, þau Júlía G. Hreinsdóttir, Uldis Ozols og Viktorija Dovydaité.
Málþingið bar yfirskriftina „Sign Language Hybrid Teaching and Teaching Co-ordinator“. Þar var rætt um hlutverk kennslustjóra og um nýjar kennsluaðferðir, þar á meðal blandaða kennslu, sem felur í sér bæði fjarkennslu og staðkennslu.
Umræðurnar sem sköpuðust veittu mikinn innblástur og voru þau Viktorija, Uldis og Júlía sammála um mikilvægi þess að halda í við hraða þróun kennsluaðferða.