EUROCALL 2023
28. ágúst 2023
Í síðustu viku fór fram hér á landi alþjóðlega ráðstefnan EUROCALL 2023. Ráðstefnan var haldin í samstarfi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Sorbonne háskólans í París.
Í síðustu viku fór fram hér á landi alþjóðlega ráðstefnan EUROCALL 2023. Ráðstefnan var haldin í samstarfi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Sorbonne háskólans í París. Ráðstefnan var haldin í Veröld – Hús Vigdísar og þema ráðstefnunnar var tæknistutt nám og kennsla fjölbreytilegra tungumála.
Júlía G. Hreinsdóttir, fagstjóri kennslu á Samskiptamiðstöð, var einn af lykilfyrirlesurum á EUROCALL 2023. Erindi hennar, The history of sign language and the developement of sign language teaching in Iceland, gekk glimrandi vel og var góður rómur gerður að erindi hennar bæði af skipuleggjendum sem og þátttakendum ráðstefnunnar. Árný Guðmudsdóttir og Iðunn Ása Óladóttir táknmálstúlkar á Samskiptamiðstöð stóðu sig með stakri prýði við túlkun yfir á ensku.
Árný Guðmundsdóttir og Hólmfríður Þóroddsdóttir, starfsmenn SHH, voru með flotta veggspjaldakynningu á ráðstefnunni þar sem þær kynntu bæði SignWiki og varðveislu táknmálsmenningararfs á SHH.
Samskiptamiðstöð lánaði einnig verkið Hendur eftir Júlíus Birgi Jóhannesson á ráðstefnuna.