Fara beint í efnið
Samgöngustofa Forsíða
Samgöngustofa Forsíða

Samgöngustofa

Ráðstefna um viðbúnað og viðbrögð við rafmagnseldum í skipum

26. maí 2023

Með hraðvaxandi orkuskiptum í farartækjum hafa orðið til áskoranir, s.s. eldum í rafhlöðum sem eru af öðrum toga en eldsvoðar af olíu og öðrum orkugjöfum. Á ráðstefnunni kom m.a. fram að verið sé að þróa árangursríkar leiðir til að ráða niðurlögum elda af þessu tagi.

Ráðstefna um viðbúnað og viðbrögð við rafmagnseldum í skipum

Samgöngustofa skipulagði ráðstefnuna og var hún haldin í samvinnu við Siglingaöryggisstofnun Evrópu (EMSA), innviðaráðuneytið, Eimskip, DNV, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Slökkvilið Vestmanneyja, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Húsnæðis-og mannvirkjastofnun, Landhelgisgæslu Íslands, Smyril Line og fjölda annarra aðila á Íslandi.

Með hraðvaxandi orkuskiptum í farartækjum hafa orðið til áskoranir, s.s. eldum í rafhlöðum sem eru af öðrum toga en eldsvoðar af olíu og öðrum orkugjöfum. Á ráðstefnunni kom m.a. fram að verið sé að þróa árangursríkar leiðir til að ráða niðurlögum elda af þessu tagi.

Norðmenn hafa dregið lærdóm af eldum í rafknúnum skipum þar í landi (Ytterøyningen og Brim) þ.m.t. hættuna af notkun kolflúorslökkviefna á slíka elda. Fulltrúar frá Smyril line kynntu m.a. ráðstafanir sínar og viðbúnað í ferjum á þeirra vegum. Þá var fjallað um aðkomu tryggingafélaga og krafna þeirra til búnaðar rafknúinna skipa. Einnig var fjallað um notkun ferskvatns við slökkvistörf og loks talaði fulltrúi EMSA um framtíðaráskoranir sem orkuskiptum fylgja.

Fyrirlesarar voru sammála um að samvinna um þekkingarmiðlun væri besta leiðin til að ná árangri. Fulltrúar Siglingaöryggisstofnunar Evrópu (EMSA), auk annarra, lýstu ánægju sinni með það frumkvæði sem Íslendingar hafi tekið með skipulagningu ráðstefnunnar. Siglingayfirvöld í Evrópu og víðar yrðu hvött til þess að halda áfram að huga vel að öryggi skipa í nýjum heimi orkuskipta.

Upptaka frá fundinum

Fleiri myndir - ráðstefna um rafmagnselda