Flutningaskipið Eystnes kyrrsett
23. nóvember 2022
Við hafnarríkisskoðun á Vopnafirði 22. nóvember sl. á flutningaskipinu Eystnes, voru gerðar nokkrar athugasemdir um ástand skipsins og búnaðar og nokkrar alvarlegar
Við hafnarríkisskoðun á Vopnafirði 22. nóvember sl. á flutningaskipinu Eystnes, voru gerðar nokkrar athugasemdir um ástand skipsins og búnaðar og nokkrar alvarlegar, m.a. var ekki virkur dýptarmælir um borð í skipinu. Var skipið kyrrsett samkvæmt alþjóðasamningum sem um slíkan búnað gilda.
Skipið siglir undir færeyskum fána, á heimahöfn í Þórshöfn, smíðað árið 1981 og er 4610 brt. Flokkunarfélag skipsins er RINA Services S.p.A..
Eftir að lagfæring hefur verið gerð og hún staðfest með skoðun verður kyrrsetningu aflétt af skipinu.