Hlutverk ákæruvalds
Hlutverk ákærenda er að tryggja, í samvinnu við lögreglu, að þeir sem fremja afbrot verði beittir lögmæltum viðurlögum. Viðurlögin eru til dæmis sekt eða fangelsi eða svipting ökuréttar.
Stofnanir með ákæruvald eru einu aðilarnir sem geta sakað einhvern opinberlega um að hafa brotið lögin.