Fara beint í efnið
Náttúruhamfaratrygging Íslands Forsíða
Náttúruhamfaratrygging Íslands Forsíða

Náttúruhamfaratrygging Íslands

Tafir verða á tjónamati húseigna í Grindavík  

15. janúar 2024

Vegna eldgossins sem hófst sunnudaginn 14. janúar munu matsgerðir sem unnar hafa verið á fasteignum í Grindavík undanfarið óhjákvæmilega tefjast.  Fyrirhugað var að kynna matsgerðir og niðurstöðu tjónamats fyrir lok janúar á þeim eignum sem skoðaðar voru fyrir jól og gefa íbúum  færi á að koma að sínum sjónarmiðum.  Alls var búið að skoða ríflega 260 húseignir en 115 biðu tjónaskoðunar.   

Eldgos í Grindavík

Samkvæmt upplýsingum sem NTÍ hefur fengið frá Almannavörnum urðu breytingar á sprungum innan Grindavíkur í tengslum við þær jarðhræringar sem urðu í gær og því gæti tjón hafa breyst á þeim eignum sem matsmenn voru þegar búnir að skoða.  


Matsmenn munu áfram vinna að úrvinnslu matsgerða eins og hægt er, en það er ljóst að þetta mun seinka nokkuð þeirri vinnu sem fyrir liggur við tjónamatið. Ljóst er að nauðsynlegt er að fara og skoða einhverjar eignir aftur til að sjá hvort frekara tjón hefur orðið áður en hægt er að ljúka við endanlegt tjónamat. Það verður gert um leið og öruggt er að fara aftur inn á svæðið. Ef sprungur eru á lóð eða undir húsinu,  mun Grindavíkurbær að taka afstöðu til þess hvort viðgerð á húsinu verði heimil. Íbúar  verða upplýstir sérstaklega ef þetta á við áður en tjónamatið verður lagt fram til kynningar. 

 Af þessu leiðir að óhjákvæmilega  verða tafir á afgreiðslu mála frá því sem áætlað var, en öryggi matsmanna verður að vera tryggt áður en þeir geta aftur hafið störf.  
NTÍ harmar þessa seinkun en starfsfólk og matsmenn NTÍ munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þessar tafir verði ekki meiri en nauðsynlegt er. 

Hafðu samband

Sími: 575 3300

Netfang: nti@nti.is

Opnunartími

Mánudaga - fimmtudaga:
9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Heimilisfang

Hlíðarsmári 14

201 Kópavogur