Fara beint í efnið
Náttúruhamfaratrygging Íslands Forsíða
Náttúruhamfaratrygging Íslands Forsíða

Náttúruhamfaratrygging Íslands

Staða tjónamála í Grindavík

5. apríl 2024

Af þeim 334 málum sem hafa verið kynnt fyrir tjónþolum í Grindavík hafa borist athugasemdir í 30 málum eða tæplega tíu prósent. Í öllum þeim málum sem athugasemdir hafa borist, verða eignir skoðaðar aftur af matsmönnum.

Loftmynd Grindavík

Alls hafa borist tilkynningar vegna tjóns á 450 húseignum í Grindavík. NTÍ er með samninga við fjórar stærstu verkfræðistofur landsins um tjónamat þar sem ríkar kröfur eru gerðar til menntunar og reynslu matsmanna. Þegar matsmenn hafa lokið við matsgerð, er hún kynnt tjónþolum. Í kynningarbréfi sem sent er tjónþola samhliða útsendingum matsgerðar er kynnt fyrirhuguð ákvörðun um bótaskyldu og bótafjárhæð. Tjónþolum stendur alltaf til boða að óska eftir frekar útskýringum eða upplýsingum, sem varða tjónamatið og geta þeir komið að athugasemdum innan tveggja vikna. Endanleg ákvörðun er ekki tekin fyrr en matsmenn hafa tekið afstöðu til og farið yfir og tekið afstöðu til allra þeirra ábendinga og athugsemda sem berast frá tjónþola.

Matsferli við tjónamat

Það er mat NTÍ að sú aðferð sem beitt er við tjónamat sé hæfileg miðað við aðstæður og samræmi við meðalhóf stjórnsýslureglna. Það verklag sem beitt er þegar athugasemdir berast við niðurstöðu tjónamats er skýrt og skilvirkt og allir tjónþolar hafa tækifæri til að koma athugasemdum á framfæri. Áhersla er lögð á að þeir matsmenn sem annast tjónamat á vegum NTÍ hafi nægilega reynslu og þekkingu til að leggja faglegt mat á hvert og eitt tjónamál. Einungis með þeim hætti er hægt að tryggja að fjármunum sem ráðstafað er úr sjóðum NTÍ sé ráðstafað til viðgerða á tjóni af völdum náttúruhamfara en ekki skemmda sem rekja má til byggingargalla eða annarra orsaka.

Hafðu samband

Sími: 575 3300

Netfang: nti@nti.is

Opnunartími

Mánudaga - fimmtudaga:
9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Heimilisfang

Hlíðarsmári 14

201 Kópavogur