Staða tjónamála
17. maí 2024
Alls hafa borist 509 tjónstilkynningar til NTÍ frá því atburðir hófust í Grindavík 10. nóvember 2023. Af þeim eru 439 tilkynningar vegna húseigna, 62 vegna innbús og lausafjár og átta vegna veitukerfa og hafnarmannvirkis.
Tjónamati er lokið í 385 málum en úrvinnsla matsmanna stendur yfir í 64 tjónamálum. Af þeim 385 málum sem niðurstaða liggur fyrir í eru 64 altjón, 184 mál undir 400.000,- þús. kr. eigin áhættu, 129 mál með bótafjárhæð undir 10% af brunabótamati og 8 húseignir með bótafjárhæð á bilinu 11-90% af brunabótamati. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig mesta tjónið raðar sér í kringum sprungurnar sem liggja í gegnum Grindavík. Þrjú megin tjónasvæði eru greinileg á myndinni. Víkurbrautin, þar sem flest altjónshúsin eru við þessa aðalgötu bæjarins, síðan liggur sprunga í gengum svæðið þar sem íþrótta- og skólamannvirki standa og svo er það atvinnusvæðið í kringum Staðarsund, þar sem fjölmargar atvinnueignir hafa orðið fyrir stórtjóni.
Við útborgun altjónsbóta er haldið eftir bótafjárhæð sem nemur áætlaðri fjárhæð vegna niðurrifs og förgunar. Eigendum altjónshúsa býðst að selja eignir sínar til fasteignafélagsins Þórkötlu fyrir 95% af brunabótamati og yfirtekur þá Þórkatla réttindi og skyldur fyrri eigenda vegna eignarinnar, þ.m.t. ábyrgð á niðurrifi og förgun. Tvö altjón urðu á innbúum vegna eldgossins 14.01.2024. Hluti þeirra mála sem eru í vinnslu hjá matsmönnum eru mál sem búið var að kynna fyrir eigendum en ákveðið var að skoða nánar vegna athugasemda sem bárust frá eigendum eiganna.