Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Náttúruhamfaratrygging Íslands Forsíða
Náttúruhamfaratrygging Íslands Forsíða

Náttúruhamfaratrygging Íslands

Almennu vátryggingafélögin annast tjónamat vegna sjávarflóða

3. mars 2025

Atburðir þar sem flóðbylgja frá sjó gengur skyndilega á land og veldur skemmdum eða eyðileggingu á vátryggðri eign teljast til náttúruhamfara sem NTÍ vátryggir gegn og því munu þau tjón sem urðu í sjávarflóðum helgarinnar verða skoðuð og metin á vegum stofnunarinnar og afstaða tekin til bótaskyldu.

Icon nti-04

Samkomulag hefur verið gert við almennu vátryggingafélögin um að hafa umsjón með tjónamati og annast samskipti við þá sem orðið hafa fyrir tjóni af völdum sjávarflóðanna og geta viðskiptavinir tilkynnt um tjón sitt beint til síns vátryggingafélags. Berist tilkynning til NTÍ um tjón af völdum sjávarflóðanna, mun NTÍ koma öllum nauðsynlegum upplýsingum til vátryggingafélags viðkomandi.

Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að:

Allar húseignir sem brunatryggðar eru hjá vátryggingafélagi með starfsleyfi hér á landi njóta vátryggingaverndar hjá NTÍ.

Það sama gildir um lausafé eða innbú sem er brunatryggt hjá almennu vátryggingafélagi.

Eigin áhætta er 2% af tjónafjárhæð en lágmarks eigin áhætta er kr. 400.000,- fyrir húseignir og kr. 200.000 fyrir lausafé.

Vátryggingafélag viðkomandi viðskiptavinar mun hafa samband við viðskiptavini og upplýsa um áætlaða framkvæmd tjónaskoðunar og eftir atvikum björgunaraðgerða fyrir hönd NTÍ. Öll samskipti viðskiptavinar fara á milli vátryggingafélags viðkomandi og hans, allt þar til tjónamat vátryggingafélagsins liggur fyrir. Þá sendir vátryggingafélagið allar upplýsingar um tjónið til NTÍ sem mun annast kynningu á niðurstöðunni til viðskiptavina og annast öll samskipti við viðskiptavininn í framhaldi af því.

Hafðu samband

Sími: 575 3300

Netfang: nti@nti.is

Opnunartími

Mánudaga - fimmtudaga:
9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Heimilisfang

Hlíðarsmári 14

201 Kópavogur