Íslensk stafafura er á svipuðu verði hér á landi og þinsjólatré beint frá býli á Bretlandi og í sveitahéruðum í austanverðum Bandaríkjunum. Innfluttur nordmannsþinur frá Danmörku virðist álíka dýr hér á landi og í Danmörku og ódýrari en glæsiþinur og degli í Bandaríkjunum. Hvernig getur þetta gerst í landi þar sem meginhluti trjánna er innfluttur, flutningskostnaður verulegur, markaðurinn lítill og fákeppni í sölunni? Þorbergur Hjalti Jónsson, sérfræðingur í skógarhagfræði hjá Skógræktinni, kannaði jólatrjáamarkaðinn hér og í nágrannalöndunum austan hafs og vestan.