Þessi frétt er meira en árs gömul
Þjórsárskóli sækir skógarnytjanámskeið
16. júní 2009
Starfsfólk Þjórsárskóla kom saman nú fyrir skömmu og sótti skógarnytjanámskeið Lesið í skóginn (LÍS) hjá Skógrækt ríkisins.
Allt starfsfólk skólans tók þátt í námskeiðinu og lýsti það ánægju sinni með skemmtileg, hagnýt og áhugaverð verkefni. Leiðbeinandi var Ólafur Oddsson, verkefnisstjóri LÍS. Þess má geta að námskeiðið var haldið í tengslum við þróunarsamstarf Skógræktar ríkisins og skólans þar sem unnið er m.a. að því að tengja skólann við skóginn í Þjórsárdal með margvíslegum hætti, þar á meðal varðandi viðarnytjar. Starfsfólk skólans fór daginn fyrir námskeiðið í reiðtúr um skóginn sem m.a. varð til þess að starfsfólkið kynntist skóginum betur og sá um leið nýja möguleika á að tengja skólastarf við skóginn í framtíðinni.
Fleiri myndir frá vinnu Þjórsárskóla mjá sjá í myndasafni.