Þessi frétt er meira en árs gömul
Skógardagurinn mikli vel heppnaður
22. júní 2009
Um helgina var Skógardagurinn mikli, fjölskyldu- og skógarhátíð, haldinn hátíðlegur í 5. sinn á Hallormsstað.
Eftir hádegi hófst hin formlega skemmtidagskrá. Meðal atriða má nefna skógarþrautir fyrir börnin, skógarpúkana Pjakk og Petru, auk tónlistar- og dansatriða. Einnig fór fram Íslandsmeistarakeppnin í skógarhöggi. Hana vann að þessu sinni Lárus Heiðarsson. Boðið var upp á heilgrillað naut, pylsur, ketilkaffi, lummur og fleira góðgæti.
Myndir frá Skógardeginum mikla má sjá í myndasafni.