Þessi frétt er meira en árs gömul
Ráðherra í heimsókn
16. júní 2009
Nýr umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, heimsótti aðalskrifstofur Skógræktar ríkisins á Egilsstöðum í gær. Með í för voru fimm aðrir fulltrúar ráðuneytisins.
Auk þess að heimsækja aðalskrifstofurnar sjálfar var farið í skoðunarferð um Hallormsstaðaskóg í miklu blíðviðri. Fræddust ferðalangarnir þar m.a. um grisjunartilraunir, viðarvinnslu og afurðir. Ráðherra hringdi í skóginn og trjásafnið var skoðað.
Að skilnaði gaf Skógrækt ríkisins ráðherra bókina Hallormsstaður í skógum, ýmislegt fræðandi lesefni og flösku af birkivíni sem stofnunin gerði tilraunir til að framleiða á síðasta ári.
Fleiri myndir frá heimsókninni má sjá í myndasafni.