Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Land og skógur Forsíða
Land og skógur Forsíða

Land og skógur

Þessi frétt er meira en árs gömul

Námskeið um notkun trjáa og runna

15. ágúst 2023

Samson Bjarnar Harðarson, lektor í landslagsarkitektúr við LBHÍ, og Jóhanna Bergrúnar Ólafsdóttir, brautarstjóri í skógfræði við LBHÍ, kenna á námskeiði Endurmenntunar LbhÍ sem hefst 21. ágúst þar sem fjallað verður um helstu tegundir trjáa og runna, auk nokkurra fjölærra plantna sem notaðar eru til uppbyggingar grænna svæða s.s. í borgar- & útivistarskógum, skógarjöðrum og skjólbeltum á Íslandi.

Námskeið um notkun trjáa og runna

Á námskeiðinu verður farið gegnum grasafræðilega flokkun tegundanna og heiti, útlitseinkenni og hvernig skuli greina þær til tegunda. Nemendur öðlast góða þekkingu á plöntum út frá atriðum eins og stærð og vaxtarlagi, kröfur til vaxtarskilyrða og viðnámsþróttar.

Nánar