Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Land og skógur Forsíða
Land og skógur Forsíða

Land og skógur

Þessi frétt er meira en árs gömul

Loftslagsvænn landbúnaður auglýsir eftir kúabændum í verkefnið

19. maí 2022

Auglýst er eftir fimmtán nýjum búum í nautgriparækt til þátttöku í Loftslagsvænum landbúnaði sem er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Markmið verkefnisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu. Umsóknarfrestur er til 20. júní.

Loftslagsvænn landbúnaður auglýsir eftir kúabændum í verkefnið

Loftslagsvænn landbúnaður er samvinnuverkefni Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML), Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Verkefnið hófst með þátttöku sauðfjárbúa en nú er auglýst eftir fimmtán þátttökubúum í nautgriparækt til allt að fimm ára. Vonast er eftir þátttöku bænda sem hafa áhuga á að setja sér skriflega aðgerðaáætlun fyrir búreksturinn, hrinda markmiðum í framkvæmd og vera virkir þátttakendur í vegferð landbúnaðarins að loftslagsvænum lausnum.

Verkefnastjórn áskilur sér rétt til að velja þátttakendur, verði umsækjendur fleiri en fimmtán. Öll þátttökubú þurfa að uppfylla lögbundnar skýrsluhaldskörfur samkvæmt fjórðu grein reglugerðar um stuðning við nautgriparækt.

Þátttakendur fá heildstæða ráðgjöf, fræðslu og aðhald frá RML, Skógræktinni og Landgræðslunni. Auk þess fá þau styrk til þátttöku, til efnagreininga og þegar líður á verkefnið aðgerða- og árangurstengdar greiðslur.

Verkefnið sem nú er auglýst eftir þátttakendum í hefst í ágúst og september 2022 og er umsóknarfrestur til 20. júní. Umsóknareyðublað má nálgast á vef RML, með því að ýta á hnappinn hér að neðan.

Nánari upplýsingar veitir Berglind Ósk Alfreðsdóttir verkefnastjóri, berglind@rml.is og í síma 516-5000.

Upplýsingar og umsókn

Sett á skogur.is: Pétur Halldórsson

Loftslagsvænn landbúnaður auglýsir eftir kúabændum í verkefnið-image-0