Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Land og skógur Forsíða
Land og skógur Forsíða

Land og skógur

Þessi frétt er meira en árs gömul

Gróðursett á Hólasandi

16. júlí 2009

Starfsfólk Héraðs- og Austurlandsskóga og Skógræktar ríkisins á Austurlandi gerðu sér dagamun þann 25. júni, óku norður í land og gróðursettu tæplega 4.000 tré á Hólasandi.

Gróðursett á Hólasandi

Í ljós hefur komið að birki, lerki, stafafura og fleiri trjátegundir lifa ágætu lífi innanum lúpínuna á Hólasandi og verða birkiplönturnar sem austanfólk gróðursetti góð viðbót. Veður var líka hið ákjósanlegasta – skýjað, 10 stiga hiti og næg gola til að halda mýinu niðri að mestu. Svo fór að rigna þegar verið var að gróðursetja síðustu plöntuna.