Þessi frétt er meira en árs gömul
Grænir leiðbeinendur
16. júlí 2009
Í lok síðustu viku var hélt LÍS (Lesið í skóginn) námskeið fyrir svokallaða „græna leiðbeinendur“ hjá Vinnuskóla Reykjavíkur.
Á námskeiðinu var tálgað og grisjað, auk þess sem nemendur fengu fræðslu um ferskar viðarnytjar, skógarvistfræði og annað það sem tengist umgengi við tré og fjölbreyttar skógarnytjar.