Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Land og skógur Forsíða
Land og skógur Forsíða

Land og skógur

Þessi frétt er meira en árs gömul

Frændur fagna skógi - bókarkynning í Reykholti

18. september 2023

Skógræktarfélag Íslands og norsku skógræktarsamtökin Det norske Skogselskap gáfu nýverið út veglega bók um skiptiferðir skógræktarfólks milli landanna tveggja.

Frændur fagna skógi - bókarkynning í Reykholti

Íslenskur titill bókarinnar er Frændur fagna skógi.Fjallað er um skógartengd samskipti Íslands og Noregs, sérstaklega svokallaðar skiptiferðir þegar hópar frá Noregi og Íslandi dvöldu hvorir í landi hinna þar sem þeir unnu um nokkurra vikna skeið sjálfboðavinnu að skógrækt og ýmsum skógartengdum verkefnum.

Eins og fram kemur í tilkynningu á vef Skógræktarfélags Íslands er bókin nokkuð óvenjuleg að því leyti til að hún er bæði á íslensku og norsku. Höfundur er Óskar Guðmundsson en Per Roald Landrø þýddi yfir á norsku.

Áhugasömum er bent á að Óskar Guðmundsson verður með kynningu á bókinni í Snorrastofu í Reykholti þriðjudaginn 19. september kl. 20, sjá Frændur fagna skógi – Snorrastofa.

Nánari upplýsingar um bókina og kaup á henni má finna á vef Skógræktarfélags Íslands.

Frétt: Pétur Halldórsson