Þessi frétt er meira en árs gömul
Fjögurra eininga nám í skógarvistfræði
16. ágúst 2023
Páll Sigurðsson, skógfræðingur og skipulagsfulltrúi Skógræktarinnar, kennir á fjögurra eininga áfanga í skógarvistfræði sem Garðyrkjuskólinn á Reykjum – FSU býður upp á í haust. Meginviðfangsefni áfangans er áhrif skóga á umhverfi sitt og áhrif umhverfisþátta á skóga.
Í náminu verður farið ítarlega í íslenska rannsóknir á vistkerfum skóga og ólík skógavistkerfi hérlendis heimsótt og skoðuð. Áfanginn er kenndur í fjarnámi alla önnina en einnig verður farið í tvær vettvangsferðir. Nemendur vinna verkefni um vistkerfi skóga og kynna þau á námstímanum. Kennslan heyrir undir braut skógar og náttúru hjá Garðyrkjuskólanum en er öllum opin. Áfanginn gefur fjórar framhaldsskólaeiningar. Skráning fer fram með tölvupósti á gardyrkjuskolinn@fsu.is og námskeiðsgjald er 39.000 krónur.
Umsóknarfrestur er til 28. ágúst
Endurmenntun græna geirans er á vegum Garðyrkjuskólans á Reykjum – FSU í samstarfi við Bændasamtök Íslands