Tveir nýir sérfræðingar í heimilislækningum á HSU Selfossi
11. desember 2024
Á heimilislæknaþingi FÍH sem haldið var í Gamla bíói þann 17.-18. október síðastliðinn voru tveir læknar frá HSU heiðraðir.


Þeir Björn Jakob Magnússon og Ívar Marinó Lilliendal útskrifuðust báðir í ár eftir að hafa lokið 5 ára sérfræðinámi til heimilislækninga og voru því boðnir velkomnir í hóp heimilislækna landsins. Þeir hafa báðir fengið áframhaldandi starf sem heimilislæknar á heilsugæslunni á Selfossi og bjóðum við þá velkomna í hópinn.
Við óskum þessum öflugu heimilislæknum innilega til hamingju með þennan mikilvæga áfanga.