Þessi frétt er meira en árs gömul
Tónleikar í Móbergi
15. desember 2022
Gleðistund var á Móbergi 13. desember síðastliðinn þegar Grétar Örvarsson og Ásta Soffía Þorgeirsdóttir héldu tónleika fyrir íbúa.


Það var gleðistund á Móbergi þann 13. desember 2022, en þá komu þau Grétar Örvarsson og Ásta Soffía Þorgeirsdóttir í heimsókn á Móberg Selfossi og léku jólalög í bland við annað, íbúum hjúkrunarheimilisins til mikillar ánægju.
Tónleikarnir voru í boði Vinafélags hjúkrunarheimilana á Selfoss og fyrirtækisins Sets ehf/Röraframleiðsu ehf á Selfossi og fá þau innilegar þakkir fyrir.