Þessi frétt er meira en árs gömul
Starfsfólk HSU í hjálparstarfi í Afríku
13. febrúar 2024
Allir skipta máli


Davíð Egilsson yfirlæknir og Þórunn Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir í Vestmannaeyjum fóru síðastliðinn fimmtudag til Afríku í hjálparstarf og verða í tvær vikur. Þau fóru út ásamt ljósmæðrum frá Björkinni og Þóru Hrönn Sigurjónsdóttur sem búsett er í Vestmannaeyjum en rekur heilsugæslu í Kubuneh í Gambíu.
Þau fluttu með sér mikið af útrunnum hjúkrunarvörum sem ekki má nota á Íslandi vegna dagsetningar en eru enn í góðu lagi og gagnast vel í Gambíu. Þau munu koma til með að starfa á heilsugæslunni í ferðinni.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands leggur sig fram við að gera sífellt betur í umhverfismálum og hefur í dag náð öllum grænu skrefunum. Einn liður í þeirri vinnu er að hámarka nýtingu á vörum sem stofnunin kaupir. Nú söfnum við útrunnum hjúkrunarvörum sem Þóra tekur með sér þegar hún ferðast til Kubuneh.
Hægt er að fylgjast með ferðinni á samfélagsmiðlum:
Instagram https://www.instagram.com/kubunehverslun/?hl=en
Facebook https://www.facebook.com/kubunehverslun.
Hér er einnig hægt að lesa nýlega frétt um störf Þóru bæði í Vestmannaeyjum og Gambíu.