Þessi frétt er meira en árs gömul
Skipulagsbreyting á starfi skrifstofustjóra HSU í Vestmannaeyjum
28. júlí 2023
Jóna Björgvinsdóttir, skrifstofu- og rekstrarstjóri HSU í Vestmannaeyjum


Jóna Björgvinsdóttir, skrifstofustjóri HSU í Vestmannaeyjum mun frá 1. september n.k. sinna starfi skrifstofu- og rekstrarstjóra HSU í Vestamannaeyjum og heyra beint undir forstjóra.
Jóna hefur starfað hjá stofnuninni samfleytt frá árinu 2001 fyrst á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og svo Heilbrigðisstofnun Suðurlands frá sameiningu þessara stofnana.
Jóna er viðurkenndur bókari og hefur jafnframt lokið framhaldsnámi frá Háskólanum á Bifröst.